Tímabilinu er lokið hjá Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir að hann fór í aðgerð vegna axlarmeiðsla og verður hann frá næstu sex mánuðina.

Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Er um að ræða meiðsli sem komu upp í úrslitaeinvígi FH og ÍBV í Olís-deildinni í fyrra en þau tóku sig upp á ný á HM í janúar.

Hann fylgist því með lokasprettinum hjá félagsliði sínu, Kiel, á tímabilinu af hliðarlínunni.