Handbolti

Tímabilinu kastað að stað hjá konunum

Fram sem er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari mætir Haukum sem lutu í lægra haldi fyrir konunum úr Safamýri í bikarúrslitum á síðasta keppnistímabili í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í kvöld.

Leikmenn Fram fagna bikarmeistaratitli sínum síðasta vor.

Keppnistímabilið í handbolta kvenna hér á landi hefst formlega þegar Fram, ríkandi Íslands- og bikarmeistarar, og Haukar sem töpuðu fyrir Safamýrakonum í úrslitum bikarkeppninnar á síðustu leiktíð leiða saman hesta sína í Framhúsinu í kvöld. 

Fram hefur haldið flestum sínum sterkustu leikmönnum, en missti þó einn af sínum lykilleikmönnum þegar Guðrún Ósk Maríasdóttir færði sig um set og hélt í Stjörnuna í Garðabænum. Þá fylgdi línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir sömu leið. Erla Rós Sigmarsdóttir fær það verðuga verkefni að fylla skrað Guðrúnar Óskar í marki Fram og það verður fróðlegt að sjá hvernig henni tekst til með það. 

Haukar sem komu mörgum á óvart með vaskri framgögnu sinni síðasta vetur hafa sömueiðis haldið sínum sterkustu vopnum og bætt við stórskyttunni með stóra Haukahjartað, Ramune Pekarskyte, í vopnabúrið hjá sér. Haukar missstu einnig aðalamarkmann sinn frá síðasta vetri, Elínu Jónu Þorsteinsdóttur, sem fór til Danmerkur. Selma Þóra Jóhannsdóttir á að leysa Elínu Jónu af hólmi í markinu hjá Haukum. 

Leikur liðanna hefst klukkan 19.30 í kvöld. Olísdeildin hefst svo á laugardaginn kemur þar sem KA/Þór sem er nýliði í deildinni fær Val  sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum, í heimsókn og Stjanan heimsækir ÍBV. Umverðinni lýkur svo á þriðjudaginn í næstu viku þegar Fram heldur á Selfoss og Haukar heimsækja hinn nýliðann í deildinni, HK, í Digranesið.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Handbolti

Þungur róður hjá Selfossi

Handbolti

Valur fór ansi illa með Hauka

Auglýsing

Nýjast

Valur krækti í tvo öflulega leikmenn

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Auglýsing