Golf

Tímabilið hefst hjá Valdísi Þóru

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL hefur nýtt keppnistímabil í dag með keppni á Fatima Bink Mubarak mótinu í Abú Dabí. Þetta er í annað sinn sem Valdís tekur þátt í þessu móti, sem er það fyrsta í Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á Evrópumótaröðinni í dag. Fréttablaðið/LET/Tristan Jones

Nýtt tímabil hefst hjá atvinnukylfingnum Valdísi Þóru Jónsdóttur úr GL í dag þegar hún hefur keppni á Fatima Bink Mubarak mótinu. Þetta er fyrsta mót tímabilsins í Evrópumótaröðinni, næststerkustu mótaröð heims, sem Valdís Þóra hefur leikið á undanfarin ár og fer mótið fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Á mótinu leika kylfingar með áhugakylfingum frá svæðinu og hefur Valdís Þóra leik klukkan 8.42 að morgni til að íslenskum tíma. Er þetta í annað skiptið sem Valdís tekur þátt í þessu móti en henni tókst ekki að komast í gegnum niðurskurðinn árið 2017.

Hnökrar voru á undirbúningi Valdísar fyrir mótið þar sem kylfurnar skiluðu sér ekki með henni í fyrstu frá London. Eftir nokkurra daga bið komust þær á leiðarenda og náði hún að æfa síðustu dagana fyrir mót.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Guðrún Brá á úrtökumóti fyrir LET-mótaröðina

Golf

Hefur vantað herslumuninn

Golf

Ísland á svipuðum slóðum á FIFA-listanum

Auglýsing

Nýjast

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Auglýsing