Valur vann í gær sterkan útisigur á Benidorm í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Sigurinn gerir það að verkum að Valsmenn eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðir keppninnar.

Lokatölur á Benidorm í gærkvöldi voru 29-32 sigur Valsmanna og var það Arnór Snær Óskarsson sem fór fremstur í flokki Valsmanna hvað markaskorun varðar, Arnór skoraði átta mörk í leiknum.

Í markinu hjá Valsmönnum var það landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem var með tæpa 40% markvörslu, Björgvin varði 16 skot í leiknum og átti mögnuð tilþrif þar sem hann sýndi góð viðbrögð og náði að koma í veg fyrir mark í stöðunni 11-11.

Myndband af tilþrifum Björgvins hafa vakið athygli á samfélagsmiðlum og má sjá þau hér fyrir neðan: