Þetta staðfesti Þórólfur á fundi almannavarna í dag.

Von er á nýjum reglum frá heilbrigðisráðuneytinu á næstu dögunum þar sem slakað verði á takmörkunum til að hindra útbreiðslu COVID-19.

Að sögn Þórólfs er von á því að aðgerðirnar verði kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun.

Ákveðið var að leyfa mótshald á ný í byrjun þessa árs en án áhorfenda. Von er á breytingu í þeim efnum samkvæmt nýjustu tillögum sóttvarnarlæknis.