Allir aðilar sem koma að samningaviðræðum á kaupum sádí-arabísks fjárfestingafélags á meirihluta í enska knattspyrnufélaginu Newcastle United eru vongóðir um að staðfestingin á kaupunum verði tilkynnt í dag.

Fjárfestingafélagið ætlaði að kaupa Newcastle United í fyrra en þá var hætt við kaupin vegna lagalegra deilna við forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og bresk stjórnvöld.

Ein af hindrunum sem var í vegi kaupanna var deila fjárfestingafélagsins við beIN Sports vegna ólölegs niðurhals á leikjum í ensku úrvalsdeildinni í Sádí-Arabíu.

beIN Sports hefur ekki getað sýnt fá leikjum í Sádí-Arabíu síðustu fjögur árin rúm vegna deilna Sáda við stjörnvöld í Katar. Nú hefur verið leyst úr þeim hnút og því fátt sem getur komið í veg fyrir kaupin.

Verði af kaupunum mun 14 ára eignarhaldi Mike Ashley á Newcastle United.