Tilkynning Valsmanna sem birtist á samfélagsmiðlinum Twitter bar fyrirsögnina: ,,Hannes Þór Halldórsson REKINN!!" Færslunni hefur nú verið eytt.

Færslan vakti mikla furðu hjá knattspyrnuáhugafólki og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru margir stuðningsmenn Valsmanna í sjokki.

„Þetta var misheppnað grín á milli sjálfboðaliða sem voru að gera þetta, þetta er ömurlegt. Það er búið að biðja Hannes afsökunar á þessu,“ sagði Sigurður Kristinn Pálsson framkvæmdarstjóri Vals í samtali við 433.is.

Málefni Hannesar Þórs Halldórssonar og Vals hafa verið mikið í umræðunni síðustu vikur eftir að félagið samdi við markvörðinn Guy Smit.

Hannes Þór greindi frá því í viðtali á útvarpsstöðinni K100 í október að hann ætti í erfiðleikum með að fá skýringu á framtíð sinni hjá félaginu.

Hannes á að baki 205 leiki í efstu deild hér á landi, hann hefur orðið Íslandsmeistari í þrígang og bikarmeistari í tvígang.

Þá er hann af mörgum talinn besti markvörðurinn í sögu Íslands. Hann var meðal annars hluti af íslenska landsliðinu sem tók þátt á Evrópumótinu árið 2016 og Heimsmeistaramótinu árið 2018. Hannes lagði tilkynnti um ákvörðun sína um að hætta að leika með íslenska landsliðinu fyrr á þessu ári. Hannes 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.