Þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins mun í dag tilkynna leikmannahópinn fyrir næsta verkefni sem er æfingarmót á Spáni í mars.

Stelpunum okkar var ekki boðið að taka þátt í Algarve-mótinu í ár sem er með minna sniði en undanfarin ár.

Kvennalandsliðið fer því til Pinatar á Spáni í fjögurra liða æfingarmót með Skotlandi, Norður Írlandi og Úkraínu.

Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir leikina framundan í undankeppni EM 2021. Ísland mætir Slóvakíu og Ungverjalandi ytra í næsta mánuði.

Óvíst er hver kemur inn fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur sem lagði skónna á hilluna síðasta haust eftir að hafa skorað 79. landsliðsmark sitt í 124. og síðasta leiknum.