Fótbolti

Tilbúnir að borga 50 milljónir punda fyrir Wilson

Chelsea hefur augastað á Callum Wilson, framherja Bournemouth, og er tilbúið að borga væna summu til að fá hann á Stamford Bridge.

Callum Wilson hefur skorað níu mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Fréttablaðið/Getty

Samkvæmt enskum fjölmiðlum eru bikarmeistarar Chelsea tilbúnir að borga allt að 50 milljónir punda fyrir Callum Wilson, framherja Bournemouth, takist þeim ekki að landa Argentínumanninum Gonzalo Higuaín frá AC Milan.

Chelsea er í framherjaleit en liðinu hefur gengið illa að skora á undanförnum vikum. Spánverjinn Álvaro Morata gæti verið á leið til Sevilla á láni en hann þykir ekki hafa staðið undir væntingum hjá Chelsea eftir að hann kom til félagsins sumarið 2017.

Wilson hefur leikið vel með Bournemouth á tímabilinu og var m.a. valinn í enska landsliðið síðasta haust. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik, gegn Bandaríkjunum.

Fari svo að Chelsea kaupi Wilson verður hann langdýrasti leikmaður sem Bournemouth hefur selt. Félagið hefur mest fengið 10,8 milljónir punda fyrir leikmann þegar Newcastle United keypti Matt Ritchie 2016.

Chelsea tapaði 1-0 fyrir Tottenham í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær.

Þegar 21 umferð er lokið í ensku úrvalsdeildinni situr Chelsea í 4. sæti með 44 stig, tíu stigum á eftir toppliði Liverpool.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Umboðsmaður Morata ræðir við Sevilla

Fótbolti

Alisson kaus Liverpool frekar en Chelsea í sumar

Fótbolti

Tottenham með eins marks forskot í seinni leikinn

Auglýsing

Nýjast

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Auglýsing