Samnings­til­boð sádi-arabíska knatt­spyrnu­fé­lagsins til portúgölsku knatt­spyrnu­goð­sagnarinnar Cristiano Ron­aldo liggur nú á hans borði en um er að ræða samning sem gildir til ársins 2025. Þetta kemur fram í færslu fé­lags­skipta­sér­fræðingsins Fabrizio Roma­no.

Greint var frá því í síðustu viku að til­boð frá Al-Nassr til Ron­aldo, sem er nú án fé­lags eftir að samningi hans við Manchester United var rift, hefði borist en náist samningar verður Ron­aldo launa­hæsti í­þrótta­maður í heimi.

Gögnin er fylgja samnings­til­boði Al-Nassr til Ron­aldo eru nú til skoðunar sam­kvæmt Roma­no en leik­maðurinn myndi þéna um 29,7 milljarða á ári. Enginn tekju­skattur er á laun í Sádi-Arabíu

Ætla má þó að lítið muni þokast í samninga­við­ræðum á meðan HM í knatt­spyrnu stendur yfir í Katar þar sem Ron­aldo stendur í ströngu með portúgalska lands­liðinu.

,,Það er ekki búið að undir­rita neitt, ekkert sam­þykkt af hálfu Cristiano þar sem ein­beiting hans er á HM," skrifar Roma­no í færslu á Twitter fyrr í dag.