Samningstilboð sádi-arabíska knattspyrnufélagsins til portúgölsku knattspyrnugoðsagnarinnar Cristiano Ronaldo liggur nú á hans borði en um er að ræða samning sem gildir til ársins 2025. Þetta kemur fram í færslu félagsskiptasérfræðingsins Fabrizio Romano.
Greint var frá því í síðustu viku að tilboð frá Al-Nassr til Ronaldo, sem er nú án félags eftir að samningi hans við Manchester United var rift, hefði borist en náist samningar verður Ronaldo launahæsti íþróttamaður í heimi.
Gögnin er fylgja samningstilboði Al-Nassr til Ronaldo eru nú til skoðunar samkvæmt Romano en leikmaðurinn myndi þéna um 29,7 milljarða á ári. Enginn tekjuskattur er á laun í Sádi-Arabíu
Ætla má þó að lítið muni þokast í samningaviðræðum á meðan HM í knattspyrnu stendur yfir í Katar þar sem Ronaldo stendur í ströngu með portúgalska landsliðinu.
,,Það er ekki búið að undirrita neitt, ekkert samþykkt af hálfu Cristiano þar sem einbeiting hans er á HM," skrifar Romano í færslu á Twitter fyrr í dag.
Al Nassr official proposal to Cristiano Ronaldo is on the table, as called last week. €200m per year until 2025, but including sponsor deals. Documents are being checked. 🚨🇵🇹🇸🇦 #Ronaldo
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 5, 2022
There’s still nothing signed, agreed or approved by Cristiano. Focus is on the World Cup. pic.twitter.com/FUTxOnoDI7