Tiger Woods, besti kylfingur sögunnar hefur nú lagt af stað í verkefni sem snýr að því að tryggja og efla PGA-mótaröðina í golfi sem hefur undanfarið átti undir mikið högg að sækja með tilkömu LIV-mótaraðarinnar. Þekktir kylfingar hafa skipt frá PGA mótaröðinni yfir í LIV sem er keyrð áfram á fjármagni frá Sádi-Arabíu.

ESPN greinir frá því að Woods hafi átt fund með nokkrum sterkum kylfingum úr PGA mótaröðinniá þriðjudaginn. Fundarefnið var framtíð PGA-mótaraðarinnar ásamt því hvernig væri hægt að styrkja hana í baráttunni við LIV. Rickie Fowler var Woods til halds og trausts á fundinum em fór fram í Wilmington í Delaware ríki.

Fundurinn stóð yfir í um þrjár og hálfa klukkustund og þar mátti finna stærstu stjörnur PGA sem hafa ekki skipt yfir til LIV. Tillögur fundarins munu fara fyrir stjórnendur PGA-mótaraðarinnar í framhaldinu.

Tiger hafnaði á sínum tíma boði um að ganga til liðs við LIV-móta­röðina í golfi, til­boðið hljóðaði upp á 700-800 milljónir banda­ríkja­dollara frá því hefur Greg Norman, fram­kvæmdar­stjóra LIV-mótaraðarinnar greint.