Kylfingurinn Tiger Woods verður fjarri góðu gamni á fyrstu mótum nýs keppnistímabils en hann gekkst undir bakaðgerð á dögunum.

Bakið var að stríða Woods á PNC-mótinu sem fram fór í desember síðastliðnum en hann greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum sínum að fjarlægt hafi verið brot úr hryggjarlið í aðgerðinni. Brotið var að stingast í taug og valda honum óþægindum.

Þetta er fimmta bakaðgeðrin sem Woods fer í til þess að fá bót meina sinni en hann spilaði aðeins á einu PGA-móti frá ágúst 2015 til desember 2017.

Woods verður ekki með á Farmers Insurance Open sem haldið er 28. til 31. janúar og Genesis Invitational sem spilaði verður 18. til 21. febrúar.

Þessi 45 ára kylfingur stefnir hins vegar á að taka þátt í Mastersmótinu sem er fyrsta risamót ársins og er á dagskrá í apríl næstkomandi.

„Ég er spenntur fyrir því að geta hafið æfingar aftur og einbeita mér að því að komast aftur á golfvöllinn," segir Woods sem er í 44. sæti heimslistans eins og sakir standa.