Lögreglan í Los Angeles staðfesti að slökkviliðsmenn hefðu neyðst til að klippa Tiger úr bílnum eftir bílveltuna.

Tiger er einn besti kylfingur allra tíma og einn af bestu íþróttamönnum heims undanfarna áratugi.

Hann á stóran þátt í vinsældum golfíþróttarinnar eftir að hafa einokað stærstu titlana í íþróttinni á fimmtán ára tímabili.

Undanfarin ár hafa reynst Tiger erfiðari þar sem bakmeiðsli settu strik í reikninginn.

Hann virtist vera búinn að ná sér af þeim og vann þrjú mót, þar á meðal eitt risamót á Masters árið 2019 en meiddist á ný á dögunum.

Uppfært 21:00: Umboðsmaður Tiger sendi frá sér tilkynningu um að Tiger væri kominn undir hnífinn vegna meiðsla á fótum sem rekja mætti til slyssins. Hann er ekki í lífshættu.