Golf

Tiger Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn í tuttugu ár

Tiger Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn síðan 1998 þegar hann tók æfingarhring með Fred Couples um síðustu helgi.

Tiger er þessa dagana að hita upp fyrir Hero World Challenge mótið á Bahama-eyjum. Fréttablaðið/Getty

Tiger Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn síðan 1998 þegar hann tók æfingarhring með Fred Couples um síðustu helgi.

Um var að ræða 193 metra par 3 holu á Madison-golfvellinum í La Quinta í Kaliforníu þegar Tiger var að hita upp fyrir Einvígið gegn Phil Mickelson.

Þrátt fyrir að vera einn af sigursælustu kylfingum allra tíma og að margra mati sá besti í sögu golfsins hefur Tiger ekki verið duglegur að fara holu í höggi.

Tókst honum það síðast í International-mótinu í Colorado í ágúst 1998 og voru því rúmlega tuttugu ár á milli.

Sonur Tiger, Charlie Axel Woods, var með honum á vellinum þennan daginn og sá því pabba sinn fara holu í höggi.

Tiger er þessa dagana að undirbúa sig fyrir Hero World Challenge-mótið á Bahama-eyjum, árlegt styrktarmót fyrir góðgerðarfélag Tiger þar sem átján bestu kylfingar heims mæta til leiks.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís Þóra hefur leik í Bonville í nótt

Golf

Nýr lands­liðs­þjálfari ráðinn á næstu vikum

Golf

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Auglýsing