Ofurstjarnan Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann sigraði á Masters-risamótinu í golfi. Það gerir 15 risatitla á ferli Tigers.

Tiger þurfti svo sannarlega að mæta til leiks í dag, en við upphaf lokahrings leiddi Francesco Molinari með tveimur höggum. Tiger lét þó ekki deigan síga og átti stórkostlegan dag, á meðan Molinari lenti í klandri. Var Woods kominn í tveggja högga forystu þegar tvær brautir voru eftir.

Woods lauk mótinu á 13 höggum undir pari, en á eftir honum komu þeir Dustin Johnson, Xander Schauffele og Brooks Koepka á 12 höggum undir pari og deila þeir því öðru til fjórða sæti.

Woods hefur heldur betur átt hressilega endurkomu í golfinu, en hann vann sinn síðasta Masters árið 2015. Með sigrinum í dag sló hann met og hefur enginn annar kylfingur látið líða jafn langt á milli Masters-sigra.