Banda­ríski kylfingurinn Tiger Woods sætir nú mikilli gagn­rýni á sam­fé­lags­miðlum fyrir grín hans sem fólst í því að hann rétti með­spilara sínum, á Genesis mótinu í gær, túrtappa eftir að hafa slegið lengra upp­hafs­högg en hann á 9. holu. BBC greinir frá.

At­vikið hefur skiljan­lega vakið mikla at­hygli en í gær hóf hann leik á sínu fyrsta at­vinnu­manna­móti í rúmt hálft ár og lauk hann fyrsta hring á tveimur höggum undir pari vallarins, 69 höggum.

Tiger spilaði hringinn í holli með Rory McIlroy og Justin Thomas og eftir að hann slá lengra en Thomas í upphafshöggi 9.holu rétti hann honum túrtappa.

Það var golf blaða­­maðurinn Rick Gehman sem vekur at­hygli á þessu í færslu á sam­­fé­lags­­miðlinum Twitter og birtir myndir máli sínu til stuðnings.

Óvíst er á þessari stundu hvort Tiger verði refsað fyrir atvikið en eins og staðan er núna virðist atvikið ekki vera til skoðunar.