Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods sætir nú mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir grín hans sem fólst í því að hann rétti meðspilara sínum, á Genesis mótinu í gær, túrtappa eftir að hafa slegið lengra upphafshögg en hann á 9. holu. BBC greinir frá.
Atvikið hefur skiljanlega vakið mikla athygli en í gær hóf hann leik á sínu fyrsta atvinnumannamóti í rúmt hálft ár og lauk hann fyrsta hring á tveimur höggum undir pari vallarins, 69 höggum.
Tiger spilaði hringinn í holli með Rory McIlroy og Justin Thomas og eftir að hann slá lengra en Thomas í upphafshöggi 9.holu rétti hann honum túrtappa.
Það var golf blaðamaðurinn Rick Gehman sem vekur athygli á þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter og birtir myndir máli sínu til stuðnings.
Óvíst er á þessari stundu hvort Tiger verði refsað fyrir atvikið en eins og staðan er núna virðist atvikið ekki vera til skoðunar.
Tiger Woods had a gift for Justin Thomas after driving it past him on number nine.
— Rick Gehman (@RickRunGood) February 17, 2023
(via @GettyImages) pic.twitter.com/HXZEQSAhEU