Tiger Woods er meðal efstu kylfinga á Arnold Palmer Invitational mótinu í golfi sem fer fram í Flórída um helgina en þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem hann tekur þátt í þessu móti.

Tiger hefur unnið mótið átta sinnum á ferlinum, síðast árið 2013, en hann var aðeins einu höggi frá því að kreista fram bráðabana um síðustu helgi á Valspar-mótinu.

Það er ekki að sjá annað en að Tiger sé kominn aftur ef miða á við spilamennsku hans í dag. Er hann á fjórum höggum undir pari og tapaði aðeins höggi á einni holu þegar hann fékk skramba á 3. holu vallarins.

Fékk hann sex fugla á deginum, þar af einn eftir ótrúlegt pútt en það má sjá hér fyrir neðan.