Tiger Woods gekkst í síðustu viku undir skurðaðgerð til að takast á við vandamál sem hafa verið að plaga goðsögnina seinni hluta tímabilsins.

Um var að ræða minniháttar aðgerð á vinstar hné og kveðst Tiger vongóður um að vera búinn að ná aftur fyrri styrk eftir mánuð.

Tiger vakti heimsathygli þegar hann bar sigur úr býtum á Masters-mótinu í vor, fyrsta risamóti ársins í golfi. Var það fimmtándi meistaratitill Tiger í einu af risamótunum fjórum en sá fyrsti í ellefu ár.

Kylfingurinn sem er af mörgum talinn sá besti í sögunni náði ekki að fylgja því eftir og missti hann af niðurskurðinum á bæði Opna breska meistaramótinu sem og PGA meistaramótinu.