Golf

Tiger á hraðferð upp heimslistann í golfi

Tiger Woods er búinn að færa sig upp um 507. sæti á heimslistanum í golfi það sem af er ári en árangur hans um helgina kom honum aftur meðal 200. efstu kylfinga heimsins eftir langa fjarveru.

Tiger horfir brosmildur á eftir höggi um helgina en hann virtist í skýjunum að vera kominn aftur á fullt. Fréttablaðið/Getty

Tiger Woods náði besta árangri sínum í tæp fimm ár um helgina þegar hann lenti í 2. sæti á Valspar-mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi en Tiger sem er einn af bestu kylfingum allra tíma var aðeins einu höggi frá því að knýja fram bráðabana.

Sýndi hann á köflum frábæra takta og lauk leik á mótinu á níu höggum undir pari, aðeins höggi á eftir Paul Casey sem náði að stela efsta sætinu með frábærum lokahring á sex höggum undir pari.

Var þetta besti árangur Tiger á PGA-mótaröðinni síðan 25. ágúst 2013 og í fyrsta sinn sem hann er meðal tíu efstu kylfinganna í þrjú ár.

Eru aðdáendur Tiger vongóðir um að gamli góði Tiger sé kominn aftur og að hann sé laus við meiðsladrauginn. Með því að lenda í 2. sæti fer hann að færast upp styrkleikalistalista heimsins í golfi en hann er eftir helgina í 149. sæti.

Fór hann því upp um 239 sæti á listanum um helgina en hann byrjaði árið 656. sæti og er því búinn að færa sig upp um 507 sæti það sem af er ári. 

Á sama tíma komst hann upp í 43. sæti í FedEx-keppninni og í 31. sæti af bandarískum kylfinum í baráttunni um sæti í Ryder-liðinu.

Hann verður aftur á ferðinni um helgina á Arnold Palmer-mótinu í Orlando en óvíst er hversu mörgum mótum hann tekur þátt í áður en Masters-mótið fer fram.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Ólafía Þórunn skaust upp töfluna

Golf

Ólafía komst í gegnum niðurskurð í 69. sæti

Golf

Ólafía komin á parið eftir annan hring

Auglýsing

Sjá meira Sport

Sport

Skallagrímur síðastur inn í úrslitakeppnina

Handbolti

Selfyssingum varð ekkert ágengt

Fótbolti

Sampson refsað fyrir ógnandi framkomu

Körfubolti

Taylor úrskurðaður í þriggja leikja bann

Körfubolti

Njarðvík skiptir um þjálfara

Crossfit

Með fiðrildi í maga af spennu

Auglýsing