Tiana Ósk Whitworth setti nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi um síðustu helgi fyrir hönd San Diego State University háskólann í Bandaríkjunum.

Tiana sem hleypur fyrir hönd ÍR á Íslandi hóf nám við háskólann í haust og mun keppa í hlaupi fyrir skólann samhliða því.

Tiana keppti í 60 metra hlaupi, 150 metra hlaupi og 4×400 metra hlaupi utanhúss en 60 metra og 150 metra hlaup utanhúss eru ekki algengar keppnisgreinar.

Hún kom í mark á 7,64 sekúndum sem er bæting upp á fjögur sekúndubrot frá meti Hafdísar Sigurðardóttur sem Hafdís setti árið 2013.