Sport

Tiana og Erna úr leik á HM U20 í frjálsum íþróttum

Tiana Ósk Whitworth, hlaupari og Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eru úr leik á HM U20 í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tampere, Finnlandi þessa dagana en allir íslensku keppendurnir hafa þá lokið keppni.

Tiana var 0,19 sekúndu frá Íslandsmeti sínu í Tampere í morgun. Fréttablaðið/Anton

Tiana Ósk Whitworth, hlaupari og Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eru úr leik á HM U20 í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tampere, Finnlandi þessa dagana.

Hafa því allir íslensku keppendurnir lokið leik en Andrea Kolbeinsdóttir keppti fyrst Íslendinga og bætti eigið Íslandsmet í gær en komst ekki í úrslitahlaupið í 3000 metra hindrunarhlaupi.

Tiana kom í mark á 11,87 sekúndu sem var 6. besti tíminn í hennar undanrásum og 19. besti tíminn af 22 en aðeins tólf fljótustu keppendurnir komust á næsta stig.

Erna Sóley var heldur nær, kastaði hún kúlunni 14,32 metra sem skilaði henni 14. sæti í undanúrslitunum. Kom besta kast hennar strax í fyrsta kasti en hún kastaði 13,7 metra í öðru kasti og 14,24 í lokakastinu.

Komust aðeins tólf af 26 á næsta stig en það munaði 0,25 metra að Erna kæmist inn í úrslitin.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frjálsar íþróttir

Andrea bætti eigið Íslandsmet um tíu sekúndur

Íslenski boltinn

Dagný búin að semja við Selfoss

Íslenski boltinn

Aukaspyrna Olivers tryggði Blikum stigin þrjú

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

KR unnið Fylki í níu leikjum í röð

Golf

Fjórir íslenskir kylfingar á EM

HM 2018 í Rússlandi

Sjáðu móttökurnar sem Frakkar fengu

Fótbolti

Ronaldo: Flestir leikmenn á mínum aldri fara til Katar eða Kína

HM 2018 í Rússlandi

Lovren: Frakkar spiluðu ekki fótbolta

HM 2018 í Rússlandi

Tóku Macron í dab-kennslu­stund í klefa eftir leik

Auglýsing