Sport

Tiana og Erna úr leik á HM U20 í frjálsum íþróttum

Tiana Ósk Whitworth, hlaupari og Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eru úr leik á HM U20 í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tampere, Finnlandi þessa dagana en allir íslensku keppendurnir hafa þá lokið keppni.

Tiana var 0,19 sekúndu frá Íslandsmeti sínu í Tampere í morgun. Fréttablaðið/Anton

Tiana Ósk Whitworth, hlaupari og Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari, eru úr leik á HM U20 í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tampere, Finnlandi þessa dagana.

Hafa því allir íslensku keppendurnir lokið leik en Andrea Kolbeinsdóttir keppti fyrst Íslendinga og bætti eigið Íslandsmet í gær en komst ekki í úrslitahlaupið í 3000 metra hindrunarhlaupi.

Tiana kom í mark á 11,87 sekúndu sem var 6. besti tíminn í hennar undanrásum og 19. besti tíminn af 22 en aðeins tólf fljótustu keppendurnir komust á næsta stig.

Erna Sóley var heldur nær, kastaði hún kúlunni 14,32 metra sem skilaði henni 14. sæti í undanúrslitunum. Kom besta kast hennar strax í fyrsta kasti en hún kastaði 13,7 metra í öðru kasti og 14,24 í lokakastinu.

Komust aðeins tólf af 26 á næsta stig en það munaði 0,25 metra að Erna kæmist inn í úrslitin.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frjálsar íþróttir

Andrea bætti eigið Íslandsmet um tíu sekúndur

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Fótbolti

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Auglýsing

Nýjast

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Þróttur búinn að ráða þjálfara

Auglýsing