Þýskaland er því eitt sautján ríkja innan Evrópu sem karlalandsliðið hefur ekki unnið af 54 aðildarþjóðum UEFA.

Karlalandslið Íslands hefur aldrei mætt Bosníu Herzegóvínu, Gíbraltar, San Marínó né Serbíu í leik og hefur aldrei unnið Aserbaísjan, Belgíu, Búlgaríu, Danmörku, Frakkland, Hvíta-Rússland, Ísrael, Portúgal, Pólland, Skotland, Svartfjallaland, Sviss né Þýskaland.

Árangurinn var ekki betri gegn Vestur-Þýskalandi sem vann báða leikina gegn Íslandi né áhugamannaliði Vestur-Þýskalands sem vann íslenska landsliðið 3-1 árið 1968.

Íslandi tókst að vinna Austur-Þýskaland í tvígang í þrettán einvígjum liðanna, árið 1975 í undankeppni EM 1976 og árið 1987 í undankeppni ÓL 1988.