Leikmenn þýska úrvalsdeildarliðsins í handbolta, Flensburg eru mættir í Origohöllina á Hlíðarenda með Íslendinginn Teit Örn Einarsson í fararbroddi en fram undan er leikur gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta.

Uppselt er á leikinn og mikil spenna fyrir honum þar sem bæði Valur og Flensburg eru taplaus með fullt hús stiga á toppi síns riðils þegar tvær umferðir eru liðnar.

Það verður áhugavert að sjá Valsmenn máta sig við þýska stórliðið en heimamenn mæta fullir sjálfstrausts til leiks eftir gott gengi undanfarið bæði í Evrópu sem og hér heima fyrir.

Leikur kvöldsins hefst klukkan 19:45.

Leikmenn Flensburg mæta í Origohöllina, Teitur tekur við leiðbeiningum frá Þorgrími Þráins
Fréttablaðið/Benedikt Bóas