Þýska sjónvarpsstöðin Welt liggur undir gagnrýni eftir að hafa tengt fagnaðarlæti spútnikliðs Marokkó við ISIS-samtökin sem eru víða talin vera hryðjuverkasamtök.
Í myndskeiðinu sem sjá má hér fyrir neðan sést þar sem þulurinn fullyrðir að leikmenn Marokkó fagni sigrunum á HM í knattspyrnu að hætti ISIS-manna með því að reisa fingur upp í loftið.
Wenn WELT erst herausfindet, dass viele Fußballer ein Symbol um den Hals tragen, das sich Lords Resistance Army und Aryan Brotherhood angeeignet haben.
— Fabian Goldmann (@goldi) December 12, 2022
Aber im Ernst: Dieser Mix aus offenem Rassismus + zur Schau gestellter Dummheit ist selbst für Springer-Verhältnisse einmalig. pic.twitter.com/Jm8QoFF2CS
Marokkó varð á dögunum fyrsta Afríkuliðið til að komast í undanúrslitin á HM í knattspyrnu með 1-0 sigri á Portúgal og um leið fyrsta Arabaríkið til að komast í undanúrslitin.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þýskir fjölmiðlar beina spjótum sínum að liði Marokkó en miðillinn Taz sakaði Marokkó um gyðingaandúð með því að fagna með palestínska fánanum.
WM-Außenseiter Marokko muss man einfach mögen – oder etwa nicht? Dass der Freude eine antisemitische Note beigemischt wird, macht die Sache schwierig. https://t.co/lq1gSN2Jea
— taz (@tazgezwitscher) December 10, 2022