Dusan Vla­ho­vic, einn af stjörnu­leik­mönnum serb­neska lands­liðsins í knatt­spyrnu þver­tekur fyrir orð­róma sem segja hann hafa sængað hjá unnustu liðs­fé­laga síns í lands­liði Serbíu.

Serbía tekur þátt á HM í Katar þessa dagana og hefur orð­rómurinn þyrlað upp ryki í her­búðum liðsins.

Vla­ho­vic er sagður hafa haldið við Önu Cakic, eigin­konu Pre­drag Rajko­vic sem er einn af mark­vörðum Serbíu. Vla­ho­vic tók sig sjálfur til og tók málið fyrir á blaða­manna­fundi serb­neska lands­liðsins í gær.

,,Mér þykir það leitt að þurfa byrja blaða­manna­fundinn á þessu en ég þarf að minnast á þetta því það ganga sögu­sagnir um mig.

Það sem að þið lesið og heyrið um mig núna, við þurfum í raun ekkert að ræða það frekar, þetta er út úr korti," sagði Vla­ho­vic á blaða­manna­fundinum.

Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þessi orð­rómur fer á kreik. Nú komi hann upp á yfir­borðið þar sem á­kveðnir aðilar vilji vinna gegn serb­neska lands­liðinu.

,,Við (serb­neska lands­liðið) erum sam­heldnari en nokkru sinni áður og and­rúms­loftið í leik­manna­hópnum hefur aldrei verið betra. Þessar sögu­sagnir eru fá­rán­legar, ég vil bara standa vörð um nafn mitt og orð­spor."

Hann segist ætla fara með málið fyrir dóm­stóla ef þurfa þykir.

Serbar leika loka­leik sinn í riðla­keppni HM á morgun gegn Sviss, liðið á enn mögu­leika á sæti í 16-liða úr­slitum en þarf sigur á morgun og treysta á sigur Brasilíu gegn Kamerún