Dimitri Seluk, fyrrum um­boðs­maður Yaya Tou­ré, sem lék á sínum tíma með Manchester City neitar því stað­fast­lega að hafa tekið við leyni­legum greiðslum frá fé­laginu en talið er að ein á­kæra ensku úr­vals­deildarinnar á hendur Manchester City snúist ná­kvæm­lega um um­ræddar greiðslur.

Það er The Guar­dian sem greinir frá en í gær var opin­berað að enska úr­vals­deildin hefði á­kært Manchester City í yfir 100 liðum fyrir brot á reglum um fjár­mál fé­laga.

Fíla­beins­strendingurinn Yaya Tou­ré var á mála hjá Manchester City á árunum 2010-2018. Þar varð hann Eng­lands­meistari í þrí­gang, enskur bikar­meistari einu sinni og deildar­bikar­meistari í tví­gang.

Um­boðs­maður hans á þeim tíma, Dimirti Seluk, er sakaður um að hafa tekið við leyni­legum greiðslum frá Manchester City á meðan að hann var tals­maður leik­mannsins. Í sam­tali við The Guar­dian þver­tekur Seluk fyrir um­ræddar sögu­sagnir.

„Það var allt upp á borðum,“ sagði Seluk við blaða­mann The Guar­dian. „Það verður á­huga­vert hvað gerist í fram­haldinu vegna þess að þessar vendingar komu mér á ó­vart. Yaya hafði einnig allt upp á borðum, borgaði skatta og allt.“

Seluk segir að hann yrði sam­starfs­fús ef sjálf­stæði eftir­lits­aðilinn, sem hefur nú málið á sinni könnu, myndi setja sig í sam­band við sig.

„Að sjálf­sögðu, ég myndi greina þeim frá því sama og ég greini ykkur nú frá.“

Yfir­lýsing frá Manchester City varðandi málið birtist í gær þar sem fé­lagið sagðist ekki hafa gert neitt rangt af sér. Enn fremur fagnaði fé­lagið því að málið væri nú til skoðunar hjá sjálf­stæðum eftir­lits­aðila.