Landsliðskonur Rússlands og Kanada í íshokkíi voru neyddar til að keppa með grímur í leik liðanna á Ólympíuleikunum í dag í kjölfarið af því að niðurstöður úr kórónaveiruskimun rússneska liðsins skiluðu sér ekki í tæka tíð.

Í fyrstu var leiknum frestað um rúmlega klukkutíma þar sem leikmenn kanadíska liðsins neituðu að mæta Rússum án þess að fá staðfest að engin ný smit væru komin upp í rússneska hópnum.

Sex leikmenn úr rússneska liðinu hafa greinst með Covid-19 á Vetrarólympíuleikunum og var því samið við kanadíska landsliðið um að bæði lið myndu bera grímur.

Fyrir lokaleikhlutann fékk rússneska liðið staðfest að það væru ný smit í leikmannahópnum og gátu Rússar því fellt niður grímurnar en þær kanadísku léku áfram með grímur.