Angela Cul­len, að­stoðar­kona Sir Lewis Hamilton, sjö­falds heims­meistara í For­múlu 1 og öku­manns Mercedes, þurfti að standa við stóru orðin eftir árangur Hamilton í Kanada-kapp­akstrinum um síðustu helgi. Hamilton endaði á verð­launa­palli í keppninni, nánar til­tekið í 3. sæti og hafði fyrir keppnina gert veð­mál við Angelu.

Hamilton hefur átt ansi erfiða byrjun á tíma­bilinu ef miðað er við fyrri ár. Bíll Mercedes hefur ekki verið upp á marga fiska en liðið hitti hins vegar naglann á höfuðið hvað upp­setningu bílsins varðar fyrir Kanada-kapp­aksturinn. Bæði Hamilton sem og Geor­ge Rus­sell, liðs­fé­lagi hans hjá Mercedes nældu í mikil­væg stig fyrir liðið.

Veð­mál Hamilton við Angelu var þannig að ef Hamilton næði inn á verð­launa­pall í keppninni myndi Angela hoppa í á sem liggur við Gilles-Vil­leneu­ve brautina í Mont­real. Sem og hún gerði eins og sjá má á mynd­bandi hér fyrir neðan.