Alþjóðaólympíunefndin, IOC, sendi í dag frá sér handbókina fyrir Vetrarólympíuleikana í Beijing en þar var staðfest að ekki verður gerð krafa um bólusetningar þátttakenda.

Kemur fram að þeir einstaklingar sem vilji ekki þiggja bólusetningu þurfi að taka út þriggja vikna sóttkví við komuna.

Á sama tíma var tilkynnt að þátttakendur færu daglega í skimun fyrir kórónaveirunni og að það yrði ætlast til þess að þau myndu aðeins vera innan Ólympíuþorpsins og aðeins nota samskiptamáta sem Ólympíuleikarnir útvega.

Um leið var staðfest að það yrði engum áhorfendum hleypt inn í landið til að vera viðstaddir Ólympíuleikana sem standa yfir frá 4. til 20. febrúar.