Davy Gallon kláraði bardaga sinn í gær með heldur frumlegum hætti. Gallon barðist við bretann Ross Pearson og gekk frá honum með ansi frumlegum hætti. Hann tók einhverskonar framheljarstökk og smellhitti í Pearson sem steinlá. Pearson var að koma úr örlitlu hléi en hann hafði tilkynnt að hann væri hættur í mars.

Trúlega hefði hann óskað þess að hann hefði staðið við fyrri tilkynningu því þetta er eitthvað sem mun lifa ansi lengi.