Keppni lýkur í kvöld í D, F og J-riðlum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla en einungis er spenna í D-riðlinum. Þar berjast þrjú lið um sætin tvö sem í boði eru í lokakkeppni mótsins þaðan.

Danmörk sem er á toppi riðilsins með 15 stig og Írland sem hefur 12 stig í þriðja sæti mætast í Dublin. Sviss sem er í 14 sæti með 14 stig spilar svo við Gíbraltar á útivelli.

Spánn og Svíþjóð eru komin áfram úr F-riðlinum og Ítalía og Finnland úr J-riðlinum. Finnar eru að fara í lokakeppni stórmóts í fyrsta skipti í knattspyrnu í karlaflokki.

Eins og staðan er núna hafa 17 þjóðir tryggt sig beint inn í lokakeppnina úr undankeppinni en annað kvöld munu Ung­verja­land, Wales og Slóvakía bítast um að fylgja Króatíu úr E-riðlinum.

Eftirfarandi lið eru komin áfram á Evrópumótið:

Aust­ur­ríki
Belg­ía
Króatía
Tékk­land
Eng­land
Finn­land
Frakk­land
Þýska­land
Ítal­ía
Hol­land
Pól­land
Portúgal
Rúss­land
Spánn
Svíþjóð
Tyrk­land
Úkraína

Örugg í um­spili um laust sæti í lokakeppninni:

A: Ísland
B: Bosn­ía
C: Skot­land, Nor­eg­ur, Serbía
D: Georgía, Norður-Makedón­ía, Kósóvó, Hvíta-Rúss­land

Norður-Írland, Búlga­ría, Ísra­el, Rúm­en­ía eru svo örugg með sæti í umspilinu en það á eftir að koma í ljós í hvaða styrkleikaflokki þau enda.