Í dag eru þrjátíu ár síðan Magic Johnson, þáverandi leikmaður Los Angeles Lakers, tilkynnti óvænt að leikmannaferlinum væri lokið eftir að hafa smitast af eyðni (e. HIV).

Á þeim tíma var Johnson 32 ára gamall og enn meðal bestu leikmanna NBA-deildarinnar. Hann var fjarverandi í fyrstu þremur leikjum tímabilsins en tilkynnti svo að hann væri hættur vegna sjúkdómsins.

Eftir að fréttamiðlar í Los Angeles fóru að spyrjast fyrir hvort að Magic væri smitaður af alnæmi eða eyðni boðaði Lakers til blaðamannafundar þar sem Magic tilkynnti að ferlinum væri lokið.

Hann var búinn að vera í aðalhlutverki hjá Los Angeles Lakers í þrettán ár og vinna fimm meistaratitla ásamt því að vera valinn besti leikmaður deildarinnar í þrígang.

Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafundinn.

Tilkynningin fékk blendnar mótttökur, sumir leikmenn gáfu það út að þeir vildu ekki mæta Magic innan vallar.

Meðal þeirra sem hrósuðu honum var George H.W. Bush eldri, þáverandi forseti Bandaríkjanna sem sagði Magic vera hetju að stíga fram og segja frá þessu.

Magic tilkynnti að leikmannaferlinum væri lokið þar sem hann hefði greinst með HIV en nokkrum mánuðum síðar var honum boðið að taka þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar.

Þá var hann hluti af stjörnuliði Bandaríkjanna sem fór á Ólympíuleikanna 1992 og er talið eitt besta körfuboltalið allra tíma. Hann sneri aftur inn á völlinn með Lakers fjórum árum síðar.

Hann er talinn einn besti leikstjórnandi (e. point guard) allra tíma.