Þorsteinn Halldórsson gerir þrjár breytingar á liði sínu frá jafnteflinu gegn Ítölum um helgina. Agla María Albertsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðný Árnadóttir koma inn.

Þær taka stöðu Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, Guðrúnar Arnardóttur og Elísu Viðarsdóttur.

Með því færist Karólína Lea Vilhjálmsdóttir niður á miðsvæðið og Agla María fer upp á kantinn.

Ingibjörg tekur stað Guðrúnar í miðverðinum við hlið Glódísar Perlu og Guðný verður þriðji hægri bakvörður íslenska landsliðsins á mótinu.

Byrjunarlið Íslands: Sandra Sigurðardóttir, Guðný Árnadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Agla María Albertsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir.