Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni HM 2023 sem er framundan. Ísland er í riðli með Danmörku og Svartfjallalandi þar sem tvö lið fara áfram á næsta stig.

Bjarni Guðmann Jónsson, Davíð Arnar Ágústsson og Ragnar Örn Bragason eru allir í hóp íslenska landsliðsins í fyrsta sinn í þessum leikjum eftir að hafa æft með liðinu undanfarnar vikur.

Bjarni leikur með Fort Hays State háskólanum í Bandaríkjunum en þeir Davíð Arnar og Ragnar Örn leika með nýkrýndum Íslandsmeisturum Þór Þorlákshöfn.

Þór er því með þrjá fulltrúa í hópnum í Davíði, Ragnari og Styrmi Snæ Þrastarsyni.

Leikmennirnir sem fara út í leikina gegn Eistlandi eru eftirfarandi:

Nafn, félag · landsleikir
Bjarni Guðmann Jónsson, Fort Hays State, Bandaríkjunum · Nýliði
Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði
Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50
Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24
Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4
Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16
Kristinn Pálsson, Grindavík · 17
Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40
Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði
Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2
Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14
Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9
Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64