Þrír leik­menn ís­lenska karla­lands­liðsins í hand­bolta eru komnir í sótt­kví. Þetta kemur fram í yfir­lýsingu frá Hand­knatt­leiks­sam­bandi Ís­lands sem barst rétt í þessu.

Leik­mennir sem um ræðir eru Björg­vin Páll Gústavs­son, Elvar Örn Jóns­son og Ólafur Andrés Guð­munds­son. Að sögn HSÍ greindust þeir við hefð­bundið hrað­próf í morgun en fóru svo í PCR sýna­töku hjá móts­höldurum sem staðfesti niðurstöðu.

„Við greiningu sýna komu í ljós 3 já­kvæð sýni og eru við­komandi leik­menn komnir í ein­angrun en með mjög lítil ein­kenni,“ segir í yfir­lýsingu HSÍ.

Að sögn HSÍ verður ekki kallað á nýja leik­menn í leik­manna­hópinn að sinni og verða nánari upp­lýsingar gefnar á morgun.

Ís­land mætir heims­meisturum Dan­merkur í fyrsta leik milli­riðla­keppninnar annað kvöld klukkan 19:30 en alls ó­víst er hvernig sá leikur fer með þrjá lykil­menn fjarri.