Það komust þrír Íslendingar af níu á verðlaunapall á Norðurlandarmótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fór fram í Finnlandi í dag.

Íslenska sveitin hefur lokið leik en Ísland tefldi fram sameiginlegu liði með Dönum í liðakeppni mótsins.

Millivegalengdarhlauparinn Hlynur Andrésson var 13 sekúndubrotum frá gullverðlaununum í 3000 metra hlaupi þegar Hlynur kom í mark á 8:01,20. Svíinn Simon Sundström kom rétt á undan Hlyni í marki.

Í hástökki deildi Kristján Viggó Sigfinnsson silfurverðlaunum með heimamanninum Arttu Mattila með stökki upp á 2,11 meter. Melwin Lycke-Holm frá Svíþjóð hirti gullverðlaunin með stökki upp á 2,13.

Þá tók Guðni Valur bronsverðlaunin í kúluvarpi með kasti upp á 18,31 meter. Það er 0,12 meter frá meti Guðna sem keppir yfirleitt í kringlukasti.

Hafdís Sigurðardóttir var einu sæti frá því að komast á verðlaunapall í langstökki en hún var sex sentímetrum frá bronsverðlaunum.