Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen unnu vel saman í aðdraganda fjórða marks Íslands gegn Liechtenstein í gær sem reyndist síðasta mark leiksins í 4-0 sigri Íslands.

Um leið urðu þeir þriðju bræðurnir til að ná þessu afreki fyrir karlalandslið Íslands, að einn bróðir náði að leggja upp mark fyrir annan.

Bræðurnir sem eru synir Eiðs Smára Guðjohnsen, annars landsliðsþjálfara Íslands og Ragnhildar Sveinsdóttur, hafa verið að stíga fyrstu skref sín í A-landsliðinu undanfarna mánuði.

Atli Eðvaldsson og Jóhannes Eðvaldsson náðu þessu fyrst í leik Íslands og Vestur Þýskalands þar sem Jóhannes lagði upp fyrsta landsliðsmark yngri bróður síns, Atla.

Það var svo einnig gegn Liechtenstein þar sem Bjarni Guðjónsson skoraði eftir sendingu frá eldri bróður sínum, Þórði, í 4-0 sigri Íslands í undankeppni HM 1998.

Fyrr í leiknum hafði Þórður skorað þegar hann fylgdi eftir skoti Bjarna sem var varið.

Samvinna bræðra sem skilar marki fyrir A-landslið:

26. maí 1979, Ísland 1-3 Vestur Þýskaland - Atli Eðvaldsson skorar eftir sendingu Jóhannesar Eðvaldssonar

  1. október 1997, Ísland 4-0 Liechtenstein - Þórður Guðjónsson fylgdi eftir skoti Bjarna Guðjónssonar.
  2. október 1997, Ísland 4-0 Liechtenstein - Bjarni Guðjónsson skoraði eftir sendingu Þórðar Guðjónssonar.
Þórður, hér lengst til vinstri, lagði upp mark fyrir Bjarna, yngri bróðir sinn og fylgdi eftir skoti hans með marki í sama leik árið 1997
Torg/Hilli
Atli braut ísinn með landsliðinu eftir sendingu frá eldri bróður sínum.
fréttablaðið/getty