Anton Sveinn McKee lenti í sjöunda sæti í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug sem lauk rétt í þessu.

Anton bætti í þriðja sinn í dag eigið Íslandsmet í greininni sem dugði honum í sjöund sætið.

Anton var tvisvar búinn að bæta Íslandsmetið í dag en kom í mark 26,14 í lokasundinu. Íslandsmet Antons fyrir daginn í dag var 26,74.

Rússinn Vladimir Morozov kom fyrstur í mark á nýju Evrópumeti á 25,51 sekúndu en Anton var um 0,3 sekúndu frá því að komast á verðlaunapall í dag.