Anita Wlodarczyk, þrefaldur Ólympíumeistari í sleggjukasti, þarf að gangast undir aðgerð eftir að hafa meiðst við að elta uppi þjóf sem var að reyna að brjótast inn í bíl hennar.

Wlodarczyk greindi frá þessu í færslu á Instagram-síðu sinni sem gefur til kynna að hún verði ekki með á Evrópumótinu í ár.

Þrátt fyrir það er Anita brött og stefnir ótrauð á Ólympíuleikana í París eftir tvö ár.

Hin 36 ára gamla Wlodarczyk hefur verið í sérflokki í sleggjukasti undanfarin ár og unnið til gullverðlauna á EM síðustu fjögur skipti líkt og á HM.