Leikið er í Sambandsdeild UEFA (UEFA Conference League) í þessari viku og eru íslenskir dómarar að störfum á þeim vettvangi. 

Þorvaldur Árnason verður með flautuna í leik FC Levadia Tallinn frá Eistlandi og írska liðsins Dundalk, en liðin mætast í Tallinn annað kvöld. 

Aðstoðardómarar í leiknum verða þeir Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon, og fjórði dómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. 

Þetta er seinni leikur Levadia og Dundalk, en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum, sem fram fór á Tallaght Stadium í Dublin.