Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, segist vera búinn að ákveða hver tekur vítaspyrnuna ef Ísland fær vítaspyrnu gegn Ítölum í dag.

Þorsteinn vildi ekki gefa það upp hvaða einstakling um væri að ræða og var að eigin sögn kki búinn að staðfesta það við umræddan leikmann þegar blaðamannafundur landsliðsins fór fram í gær.

Hann vildi heldur ekki staðfesta né neita því að Berglind Björg yrði áfram vítaskyttan en Eyjamærin lét verja frá sér gegn Belgum á dögunum af vítapunktinum.

Á dögunum komu Belgar íslenska liðinu á óvart með því að skipta um vítaskyttu þegar Justine Vanhaevermaet tók vítaspyrnuna gegn Íslandi en ekki Tessa Wullaert.