Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, segir óvíst hvort að Cecilía Rán Rúnarsdóttir verði áfram með liðinu eftir að hún meiddist í upphitun á æfingu liðsins í gær.

Þorsteinn greindi frá því að Cecilía hefði meiðst í upphitun þegar hún var að verja að sögn Þorsteins laust skot. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving kemur inn í hennar stað.

Aðspurður hvort að hún kæmi til með að fara heim eða vera með liðinu í næstu leikjum.

Annars sagði Þorsteinn að allir aðrir leikmenn liðsins væru heilir og að hann væri búinn að ákveða sig hvernig byrjunarlið íslenska liðsins yrði.

Ísland mætir Belgum klukkan 16:00 í Manchester á morgun í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu.