„Þetta leggst bara vel í mig enda fínn riðill og ég tel okkur í ágætis málum. Við lékum tvö hörku leiki við Ítalíu í apríl, franska liðið er alltaf sterkt og við eigum að geta unnið Belga,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í dag, aðspurður út í riðil Íslands á Evrópumótinu næsta sumar.

Hann segist vera vel að sér í ítalska liðinu enda mættust liðin tvisvar í æfingarleik í sumar.

„Við vitum margt um Ítalina eftir æfingarleikina tvo og það er ekki langt síðan við spiluðum við Frakkana,“ segir Þorsteinn sem gerir ráð fyrir að skoða Belgana vandlega á næstunni.

„Það er aðeins meiri óvissa um belgíska liðið núna en það er mikil vinna framundan við að skoða þessi lið og ég geri ráð fyrir að við sendum fólk út að skoða þau öll.“

Aðspurður út í leikvangana sagðist Þorsteinn jafnvel eiga von á því að það verði miðaskortur á fyrsta leik Íslands.

„Sem City-aðdáandi er ég spenntur að fara á þann völl en hann er ef til vill of lítill ef Íslendingar fjölmenna á fyrsta leikinn. Svo er spennandi að fara til Rotherham.“