Blikinn Þorleifur Úlfarsson var í dag valinn af Houston Dynamo með fjórða valrétt í bandaríska nýliðavalinu fyrir MLS-deildina.

Hann er annar Íslendingurinn sem er valinn í nýliðavalinu fyrir MLS-deildina á eftir Jökli Elísabetarsyni sem var valinn af Chicago Fire á sínum tíma.

Þorleifur sagðist vera þakklátur fyrir tækifærið og ekki kvíða fyrir hitastiginu í Houston í beinni útsendingu.

Þorleifur átti góðu gengi að fagna með liði Duke Blue Devils í bandaríska háskólafótboltanum á nýafstöðnu tímabili og var valinn besti sóknarmaður deildarinnar.

Hann á að baki einn leik í efstu deild á Íslandi en hann var einn af fáum sem voru í hópnum Generation adidas sem eru bestu erlendu leikmenn nýliðavalsins.