Þorleifur Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík sem mun leika í Dominos-deild kvenna á næstu leiktíð.

Þorleifur gerir samning til næstu þriggja ára og tekur við liðinu af Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem þjálfaði liðið í vetur.

„Þetta er mjög spennandi áskorun og ég hlakka til að hefjast handa. Stelpurnar stóðu sig frábærlega í vetur og ég tek við frábæru búi af Ólöfu Helgu,“ segir Þorleifur.

„Við ætlum okkur að byggja ofan á þennan góða árangur sem náðist í vetur og stimpla okkur aftur inn sem gott lið í Dominos-deildinni á næstu leiktíð.“