Þorlákur Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Hong Kong tók við verðlaunum fyrir hönd knattspyrnusambandsins í Hong Kong sem sambandið fékk á lokahófi asíska knattspyrnusambandsins um helgina.

Knattspyrnusamband Hong Kong var verðlaunað fyrir þróun mála í knattspyrnuna þar í landi en Þorlákur hefur stýrt þeirri þróun síðan hann tók við starfi yfirmanns knattspyrnumála þar í landi haustið 2018.

Við sama tilefni var suður-kóreski landsliðsframherjinn Son Heung-min sem leikur fyrir Tottenham Hotspur var valinn besti leikmaður Asíu en þetta er í þriðja skipti sem hann hlýtur þau verðlaun.

Enginn annar leikmaður í sögunni hefur hreppt þau verðlaun jafn oft og Son í sögunni.