Þór/KA bar sigurorð af ÍBV 3-1 þegar liðin mættust í fyrsrta leik í þriðju umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag.

Sigríður Lára Garðarsdóttir kom reyndar ÍBV yfir í leiknum með marki sínu úr vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik.

Stephany Mayor jafnaði svo metin skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og stuttu síðar var Margrét Árnadóttir búinn að koma norðankonum yfir.

Mayor skoraði svo annað mark sitt í leiknum og gulltryggði sigur Þórs/KA undir lok leiksins.

Þór/KA er líkt og Valur, Breiðablik og Stjarnan með sex stig á toppi deildarinnar en ÍBV er í sjöunda sæti með þrjú stig eftir þrjá leiki.