Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er genginn til liðs við Oviedo í spænsku B-deildinni í körfuknattleik. Félagið hefur staðfest komu hans á samfélagsmiðlum.

Hinn 24 ára gamli Þórir kemur frá hollenska félaginu Land­stede Hammers. Hann gerði að meðaltali 12,3 stig og náði 5,2 fráköstum í BNXT-deildinni þar.

Þórir lék með KR hér heima en var í háskólaliði Nebraska-Lincoln frá 2017 til 2021. Eftir það gekk hann aftur í raðir KR, áður en hann hélt til Hollands.