Arnar Pétursson þurfti að gera eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir æfingamót A- og B-landsliðs kvenna í handbolta sem fer fram í Tékklandi á næstu dögum.

Liðin kvenna halda ytra í fyrramálið og fer mótið fram í Cheb í Tékklandi . Þar leika þær gegn Noregi, Sviss og Tékklandi dagana 25. – 27. nóvember.

Tinna Sól sem leikur með HK getur ekki gefið kost á sér vegna meiðsla en í hennar stað kemur reynsluboltinn Þórey Rósa Stefánsdóttir.

Þórey er ein af níu leikmönnum sem hafa náð hundrað leikjum fyrir kvennalandsliðið.