Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður kvennaliðs Vals í handbolta, leikur ekki meira með Valsliðinu á þessari leiktíð þar sem hún á von á barni.
Þórey Anna er næst markahæsti leikmaður Vals á tímabilinu og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins í vetur.
Valur situr í þriðja sæti Olísdeildarinnar með 15 stig eftir 12 leiki. Næsti leikur Vals er á móti toppliði deildarinnar, KA/Þór, 30. mars næstkomandi.